Kæra Reykjavík

Viðfangsefni

Yrkisefni þessarar seríu eru svipmyndir af gömlum húsum og húsasundum sem hafa að geyma þá þjóðarsögu sem er okkur sameign. Hinir lúnu húsgaflar og litríku port segja okkur sögur þeirra einstaklinga sem þarna hafa lifað og hrærst alla sína tíð. Þessi gömlu hús búa yfir ákveðinni fegurð og töfrum sem smátt og smátt víkja fyrir nútímalegri byggingum.


Silkiþrykk

Aðferðin sem Tryggvi notar í seríunni Kæra Reykjavík er silkiþrykk. Með valdi sínu á þessari tækni og verkefnavali hefur hann veitt mörgum nýja innsýn í eldri hverfi borgarinnar og minningar sem tengjast þeim. Endurminningar áhorfandans sem ólst upp á þessum slóðum, vekur tilfinningar tengdar löngu liðnum atburðum.


Umfjöllun fjölmiðla um sýninguna Kæra Reykjavík