Ferill Tryggva Árnasonar
Tryggvi fæddist við Tjörnina í Reykjavík árið 1936 og hefur sá borgarhluti orðið yrkisefni hans í þessum grafíkmyndum hans. Aðferðin sem hann notar við að koma þessu yrkisefni til skila er silkiþrykk. Með valdi sínu á þessari tækni og verkefnavali hefur hann veitt mörgum nýja innsýn í eldri hverfi borgarinnar og minningar sem tengjast þeim. Endurminningar áhorfandans sem ólst upp á þessum slóðum, vekur tilfinningar tengdar löngu liðnum atburðum. Tryggvi útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 1956, vann í banka til ársins 1976 þegar hann hóf nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur til 1981 og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 úr Grafíkdeild.
Næstu árin vann hann að list sinni og hélt sína fyrstu einkasýningu “Kæra Reykjavík” að Kjarvalsstöðum 1985, Gallerí Knaabro í Kaupmannahöfn í tengslum við 200 ára afmæli kaupstaðarréttinda Reykjavíkur 1986 og á Akureyri sama sumar.Næstu árin fóru í hugðarefni hans og konu hans Erlu Gunnarsdóttur tengd listum, sem birtist í byggingu Listhúss í Laugardal, sem Tryggvi arkitekt sonur þeirra teiknaði og ráku síðan sýningarsal og gallerí til ársins 2006.
Árið 2002 hélt hann sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur með sama yrkisefni “Kæra Reykjavík” en túlkaði með stórum olíumálverkum. Verk Tryggva eru m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Norræna hússins, Listasafns ASÍ, Hagstofu Íslands, Íslandsbanka, Landsbanka Íslands, Arionbanka og fleiri stofnana og einstaklinga.
Nám
1981-1983 – Myndlista- og handíðaskóli Íslands – Grafíkdeild |
1976-1981 – Myndlistarskólinn í Reykjavík |
Einkasýningar
2002 – „Kæra Reykjavík“ málverk – Ráðhús Reykjavíkur |
1986 – „Kæra Reykjavík“ grafík – Laxdalshús, Akureyri |
1986 – „Kæra Reykjavík“ grafík – Gallerí Knabro, Kaupmannahöfn |
1985 – „Kæra Reykjavík“ grafík – Kjarvalsstaðir, Reykjavík |
Samsýningar
1984 – Grafíkfélagið, Norræna húsið |
1983 – „Ný grafík“ – Útskriftarsýning MHÍ – Kjarvalsstaðir, Reykjavík |
Rekstur
1992 – 2006 – Listgallerí, Reykjavík (fjöldi sýninga bæði eigin verka og verka annarra listamanna)
1986 – 1991 – Sýningarsalur Einarsnesi (fjöldi sýninga bæði eigin verka og verka annarra listamanna)
1968 – 1998 – Umsjón, þjónusta og útgáfa, Reykjavík
Verk í opinberri eigu
Listasafn Íslands
Listasafn Reykjavíkur
Norræna húsið
Listasafn ASÍ
Hagstofa Íslands
Útgáfa
LIST – Listtímarit
Export Directory
IPI – Iceland Practical Information